02.07.2010 19:21

Wilson, Green og Samskip

Þeir lágu 2 fyrir utan Eiðið í morgun. Annað skipið sýndist mér nú vera Green Ice sem hefur verið hér nokkra daga. Hinn er Wilson skip sem ég hef ekki náð nafninu á. En mér finnst það vera lestað og þá sennilega með salt. En nafnið og erindið kemur seinna








Svo var það annar "snyrtipinni" Samskipa Arnarfell sem hingað kemur reglulega að yfirgefa Eyjar í dag með eitthvað af þeim afurðum sem hala inn tekjum um 13 miljóna $ á dag. Sjómenn og afurðir sem þeir afla og flytja komin aftur í tísku. Sama hvað sumir menningarpostular í vissu póstnúmeri sem ekki þola fisklykt eða þá menn sem ég var að tala um, segja. 







Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 1294
Gestir í gær: 482
Samtals flettingar: 262287
Samtals gestir: 12623
Tölur uppfærðar: 12.5.2025 06:15:39
clockhere