05.12.2010 21:15

He

Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég þekkti og höfðu verið á honum hældu honum. Kannske ekki margir en sama. Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk. Öldur N Atlandshafsins heimstyrjaldir (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði ró hans. Hann sullaðist þetta um á sínum 7-8 mílum.


© Ókunnur 
Churchill kenndi honum jafnvel um  hve orustan um Atlandshafið drægist mikið á langinn Hann er sennilega eina íslenska kaupskipið sem hefur raskað ró ráðamanna annara landa.Hann bar ýmis gælunöfn t.d. "Selló" "Selurinn " og jafnvel "blessaður svanurinn"

                   ©Handels- og Søfartsmuseets


Og  eimhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt "blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.

© Ókunnur 



En þegar maður hugsar til stríðsáranna getur maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og hreinlega undrast seigluna í þvi en það varð 42 ára gamallt


© Ókunnur 
 



© Ókunnur 

         ©Þráinn Hjartarson.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 868
Gestir í dag: 219
Flettingar í gær: 1294
Gestir í gær: 482
Samtals flettingar: 262834
Samtals gestir: 12753
Tölur uppfærðar: 12.5.2025 11:18:13
clockhere