17.04.2011 17:33

Velkomin og síður

Hér eru stödd tvö skip í höfninni sem tilheyra flokki flutningaskipa. Annað mikið velkomið hitt síður. Hvorugt er að vísu í kurteisisheimsókn og án allra afskifta bæjarstjóra þó svo að í hans huga eins og flestra hér annað skipið sé ekki eins velkomið og hitt. En eitt er alveg á hreinu að hann (bæjarstjórinn) myndi aldrei móðga foringa flotadeidar sem líka kæmi færandi hendi til öryggis hins almenna borgara allavega um stundarsakir.Enda heitir hluti hafnarinnar hér "Friðarhöfn" Skírð það (mér hefur verið sagt svo) af frægum íslenskum skipstjóra sem komin var eins og ávallt heill á húfi með skip sitt og áhöfn úr ferð með fisk til Bretlands þegar hildarleikur WW 2 stóð sem hæðst á N- Atlanthafinu

Þessi er virkilega velkominn.  Enda að lesta frosnar sjávarafurðir til útflutnings

Frida








Þennan vilja flestir helst ekki sjá fyrr en búið er að  opna Landeyjahöfn. En annars, vitanlega eru öll skip velkomin í höfn friðar hér í Eyjum. Viss bæjarstjóri á fastalandinu getur ekki státað sig af slíku nafni

Skandía

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 529
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 1294
Gestir í gær: 482
Samtals flettingar: 262495
Samtals gestir: 12656
Tölur uppfærðar: 12.5.2025 07:41:41
clockhere