16.07.2012 20:37

Brielle

Þetta skip heitir Brielle. En það kviknaði í því á laugardaginn um kl 1545 LMT í höfninni í Ensenada sen liggur við La Platafljótið í Argentínu. Það tók slökkvilið og hafnardráttarbáta nokkrar klukkustundir að ná "control" yfir eldinum. Af þrettán manna áhöfn voru sex fluttir á sjúkrahús. Einn maður lést í eldsvoðanum en óvíst var hvort hann var úr áhöfn skipsins eða hafnarverkamaður Skemmdir eru ekki fullkannaðar en þær virðast miklar. Og einnig eru eldsupptök óljós. Áhöfnin samanstóð af Rússum Úkraníumönnum og Filipseyingum. Eldurinn er að verða alhættulegasta váin sem steðjar að sjómönnum nútímans

Brielle


                                                                               © Capt Ted

Skipið var byggt hjá Dongfang Shipbuilding í Yueqing, Kína sem BRIELLE 2011 Fáninn var Antigua and Barbuda  Það mældist: 7138.0 ts, 7950.0 dwt. Loa: 130.23 m, brd: 16.50. m Skipið hefur aðeins  gengið undir þessu eina nafni og fáninn er hnn sami                                                                                           
Hér að brenna

                                                                                   ©Maritime Bulletin

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 783
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 4769
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 344554
Samtals gestir: 16506
Tölur uppfærðar: 13.7.2025 13:06:17
clockhere