30.12.2014 23:28
Meira frá NORMAN ATLANTIC
Línur eru að skýrast hvað varðar þennan
sorglega bruna á Adríahafi Nú er ljóst að minnsta kosti ellefu manns
hafa látið lífið í sambandi við þetta slys.Þar af tveir sjómenn af
albönskum dráttarbát.Þegar trossa slitnaði og slóst í þá Vitað er nú að
minnsta kosti 475 manns hafi verið um borð. En menn grunar að óþekkt
tala af laumufarþegum ( aðallega fólk frá Sýrlandi og Afganistan) hafi
verið í felum á bílaþilfari. En lítið hefur verið hægt að rannsaka flak
skipsins. Dráttarbátar frá hollenska SMIT dráttarbátaútgerðinni munu svo
draga flakið til hafnar En það er að ég held enn stjórnlaust á reki
undan ströns Albaníu
Argilio Giacomazzi. skipstjóri á NORMAN ATLANTIC. Hann þykir hafa staðið sig betur en kollegi hans, Francesco Schettino, skipstjóri á Costa Concordia,
© www,corriere.it
Þarna sjást SPIRIT OF PIRAEUS og dráttarbáturinn albanski sem bæði komu við sögu
Argilio Giacomazzi. skipstjóri á NORMAN ATLANTIC. Hann þykir hafa staðið sig betur en kollegi hans, Francesco Schettino, skipstjóri á Costa Concordia,
Þarna sjást SPIRIT OF PIRAEUS og dráttarbáturinn albanski sem bæði komu við sögu
Mynd frá Reuter © óþekktur
Fólki bjargað af þyrlum af hinu brennandi skipi
Mynd frá AP © óþekktur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 802
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 1132
Gestir í gær: 406
Samtals flettingar: 260170
Samtals gestir: 11872
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 08:21:29