30.01.2018 05:28

Langá

Næsta skip sem Hafskip h/f létu byggja var þetta skip sem fékk nafnið Langá Þetta segir Vísir þ 13 apr.1965 Og Mogginn Þ 14 apr.1965  Blöð í Vestmannaeyjum létu sitt ekki eftirliggja Og eitthvað líkt þessu hefði mátt sjást oftar í þessu samt ágæta blaði
LANGÁ


                                                                                                                               © Rick Cox

Skipið var smíðað  hjá  Kremer Sohn í  Elmshorn Þýskalandi 1965 sem:LANGÁ  Fáninn var: íslenskur Það mældist: 1401.0 ts, 2233.0 dwt. Loa: 74.70. m, brd 11.20. m Aðalvél Deutz1500 hö Ganghraði 11.8 sml.Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1985 MARGRID - 1987 MADRID - 1990 MIDEAST - 1991 DON GUILLO - 1992 ALMIRANTE ERASO - 1998 ADRIATIK - 2001 SOL DEL CARIBENafn sem það bar síðast undir fána Sao Tome and Principe En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið:"  No Longer updated by (LRF) IHSF(since 24/09/2010)"

Gluckstad í Þýskalandi þar sem Hafskipsskipin voru fullgerð

                                                 Mynd úr safni Bjarna Halldórs © óþekktur

LANGÁ  í fyrsta skifti í heimahöfn Þ.e.a.s. Neskaupstað

                                                                 © Bjarni Halldórs
Helstu yfirmenn skipsins og félagsins,við komu þess Frá v Örn Ingimundarson yfirstm Sigurður Njálsson þess tíma forstjóri Hafskip Ólafur Jónsson varaform. stjórnar félagsins Steinarr Kristjánsson skipstj. Gísli Gíslason stjórnarformaður félagsins Þórir Konráðsson yfirvélstj.

                                                                                                 Mynd úr safni Bjarna Halldórs © óþekktur
Þeir sjást þarna á myndinni Steinarr Kristjánsson skipstóri sem stjórnaði LANGÁ í byrjun eða til 1974 með Þórir Konráðsson sem yfirvélastjóra
Aðrir fastir skipstjórar skipsins voru
Rögnvaldur Bergsveinsson 1974-1980
Rögnvaldur Bergsveinsson (1931-2015
Bjarni Ásgeirsson 1980-1985
Bjarni Ásgeirsson (1935-2013)

Þegar smíði LANGÁR var langt komið eða þ 18/3 1965 voru þeir Kremer bræður Herman og Max eigendur skipasmíðastöðvarinnar sem höfðu smíðað skipin fjögur fyrir Hafskip sæmdir Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu
                                                                                                            © Svanur Jóhannsson

Matsveinninn við "hlóðirnar" Árni Björnsson ættaður frá Vestmannaeyjum

                                                                                                 Mynd úr safni Bjarna Halldórs © óþekktur
Langá í Gautaborg

                                                                                                  ©  Bjarni Halldórs

Bjarni Halldórsson fv skipstjóri sendi mér einnig þessa skemmtilega mynd hér að neðan Ég gef Bjarna orðið um myndina:"Hún er tekin Óspakseyri 1969 Við (Langá) vorum að losa fóður þarna  sem var sett í báta (bringinga báta) svo notuðu þeir kranann til að sveifla heisinu aftan á dráttarvél og keyrðu það upp í skemmu.Þá var svo mikill snjór að þeir báru allt fóðrið á bakinu úr fjöruborði uppí skemmu.Ég man ekki vegalengdina 50 - 100 m. ??" 



                                                                                                     ©  Bjarni Halldórs





                                                                                                               © PWR


                                                                                                               © Bunts
Smá viðbót frá Bjarna Halldórs:
Þessa mynd sendi hann mér á sínum tíma með þessum formála:"Þetta er ísl. skemmtisnekkja aðeins tilkomuminni en sú sem er hér í höfninni.  Þennan bát átti Sverrir Magnússon sem var bróðir Gunnars Magnússonar skipstj. á Önnu Borg,+ Nesskip o.sv.fr.v.  Serrir var lærður bátasmiður hjá "Jóni á 11"  Sverrir fór að eigin sögn til Vínarborgar í fyrirhugað söngnám,sem hann flosnaði síðan úr.  Hann var síðan timburmaður á sænskum línuskipum (TransAtlantic ??)  Hann kom oft um borð í Langá í Gautaborg-  Steinarr kannaðist að sjálfs. við hann. Sverrir keypti þennan nótabát ca.´75 ?? og flutti hann út með Langá.  Siðan notaði hann aðstöðuna um borð hjá sér til að smíða innréttinguna,sem var öll úr harðviði ásamt dekkinu. Ég var á "Selá 2 " þegar ég tók þessa mynd 1979, þá var Sverrir að koma ofan af lager hjá félaginu sem hann sigldi hjá og var að setja kjölfestu í bátinn. Það grátbroslega við það var að það voru gámakeðjur sem þeir voru að hætta með ( út af gámaskóm) en við alltaf grenja út viðbót með misjöfnum árangri  Sverrir ætlaði síðan þegar hann færi á eftirlaun að fara með bátinn niður í Eyjahaf ofl.  En áður en til þess kom fékk hann  hjartaáfall og dó..Ég man hvað við öfunduðum hann á sínum tíma því báturinn var vandaður með nyja vél og svefnaðstöðu fyrir 4, sem sagt allt tipptopp."


                                                                                                                                   @ Bjarni Halldórsson

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1132
Gestir í gær: 406
Samtals flettingar: 259601
Samtals gestir: 11740
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 04:04:01
clockhere