Færslur: 2012 Apríl
30.04.2012 12:43
Blue Capella
Skipið var byggt hjá Stálvík Garðabæ Íslandi 1978 sem Arinbjörn Fáninn var að sjálfsögðu íslenskur Það mældist: 378.0 ts, 662.0 dwt. Loa: 51.20. m, brd: 9.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1989 HJALTEYRIN - 1997 ONWARD HIGHLANDER 2001 ULLORIAQ 2007 BLUE CAPELLA Nafn sem það ber í dag undir dönskum fána
© Arne Jürgens
© Arne Jürgens
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
29.04.2012 18:25
Liberty skip II

Einnig voru mörg Liberty skip seld skipafélögum vítt og breitt um heiminn , þar sem þeir mynduðu burðarás eftirstríðsára kaupskipaflotans Og sem mynduðu tekjur til að byggja ný skip milli 1950 og 1960.
Annar af þeim síðustu á siglingu

Hins vegar tók aldurinn sinn toll upp úr 1960 Skipin urðu of dýr í rekstri og voru seld til niðurrifs Fyrsta Liberty skipið Patrick Henry, var send í pottana skipsins í október 1958.
Og hinn

Af þessum 2751 skipi af þessari gerð var 200 sökkt í WW2 Tvö af þessum skipum eru varðveitt SS Jeremia O´Brien og SS John W Brown. Í guðanna bænum aftur takið þetta ekki sem einhverja sagnfræði heldur afleiðingar af grúski gamals karls sem getur misstúlkað hlutina. En vonandi er þetta sagan svona í stærstum
dráttum
Syrpa af Liberty skipamyndum





29.04.2012 15:43
Liberty skip I
Líberty skip í byggingu

Sitjandi hér og nú fyrir framan tölvuna og færa þetta inn án þess að grafa djúpt í þessa sögu get ég ímyndað mér að eitt frægasta Liberty skip hafi verið "Flying Enterprise". Enginn má taka þetta sem sagnfræði heldur afleiðingar af grúski gamals karls sem getur gert mistök í þýðingum. En að sögunni í mjög stuttu máli eftir minni bestu vitund:
Liberty skip

Þegar stríðið braust út í Evrópu í september 1939, var kaupskipafloti Bandamanna óundirbúinn til að takast á við hið ofsafengna stríð á Atlantshafinu. Síðan varð meginland Evrópu undir þýsku eftirliti og Bretlandi undir hrikalegm loftárásum
Eitt af skipunu m hleypur af stokkunum

Teikningar af Liberty skipi

Og Þjóðverjar settu hafnbann á England Franklin Roosevelt forseti ákvað þá að auka hraða framleiðslu kaupskipa. Niðurstaðan var neyðaráætlun,EC2 þar sem raðsmíði staðlaðra skipum var tekin í gagnið árið 1941. Libertyskipin áttu að mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð við Breta .
Liberty skip

Þau voru byggt á breski hönnun sem kanarnir breittu lítillega og raðsmíðuð en þannig að einstakir hlutar voru smíðaðir víðsvegar um Bandaríkin. Hlutunum safnað saman á einn stað og rafsoðnir þar saman. Bandaríkjamenn nefndu þessa nýju tegund af skipum EC2 (E í neyðartilvikum, C fyrir farm og 2 fyrir meðalstór skip milli 400 og 450 fet á sjólínu.) Framleiðsluhraðinn jókst meira eftir því sem þýskum kafbátum tókst að sökkva skipum sem reyndu að brjóta hafnbannl Hitler á Bretland.
Vélarnar voru olíukynntar gufuvélar

Þörf Bandamanna á skipum jókst þegar á leið til að koma vörum til Englands og síðar Sovétríkin. Fyrst þessara nýju skipa var sjósett 27. september 1941. Það hét SS Patrick Henry eftir bandarískri stríðshetju sem hafði m.a. mælt þessi frægu orð, "Gefðu mér frelsi, eða gefa mér dauða."

Þar af leiðandi, fengu öll EC2 skipin nafnið Libertyskip. Nöfn næstum 3.000 skip reyndist erfiðara en fólk hélt. Ólíkt seinni skipum Victory það var engin áætlun um hvernig Liberyskipin yrði nefnt.

Skipin voru nefnd eftir stríðshetjum, byltingarhetjum og stjórnmmálamönnum Þeir voru nefndir eftir frægum stjórnmálamönnum (Abraham Lincoln til Simon Bolivar), vísindamönnum (George Washington Carver að Alexander Graham Bell), listamönnum (Gilbert Stuart að Gutzon Borglum og myndhöggvaranum Mt. Rushmore) og landkönnuðum (Daniel Boone að Robert E. Peary).

Liberty skip voru yfirleitt 130 m að lengd og 17 m á breidd.Þeir voru með 2.500 hestafla gufuvél og náðu 11 hnúta Liberty skip höfðu fimm farmrými, þrjú fyrir framan yfirbyggingu og tvö að aftan (í aftari hluta skipsins). Hvert þeirra þ.e.a.s skipanna var um 10.000 dwt. Íbúðir fyrir áhöfn voru staðsett miðskips.Röraleiðslur hvers skips fyrir sig var ca 4 kílómetrar Helsti óvinur Libertiskipa fyrir utan kafbáta og flugvélar var frostið og kuldinn.
Brotið Liberty skip

Tækni þess tíma í rafsuðu var ekki sú sama og í dag og vildu suður gefa sig í kulda og stórsjóum Um nítján Libertiskip brotnuðu um miðjuna. Frægt er hvernig Carlsen skipstjóri lýsti ástandinu sem komið var á Flying Enterprise: " Resten af dagen arbejdede vi alle på »at sy hende sammen med stålwirer og vantspænder fra for til agter" Meðaltals tími í byggingu skipanna var 42 dagar
Líkan af dæmigerðu Liberty skipi

Áhöfn þeirra var yfirleitt milli 30 og 40 menn. Auk þess upp í 40 vélbyssu skyttur Alls voru 2751 Liberty skip byggt á árunum 1941 - 1945
frh
28.04.2012 15:54
Risi í togi
MSC Alessia
Skipið var byggt hjá Daewoo SB & ME Co í Okpo Kóreu 2001 sem MSC Alessia Fáninn var Hong Kong Það mældist: 75590.0 ts, 85891.0 dwt. Loa: 304.00. m, brd: 40.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og veifar sama fána
© Henk Guddee
© Henk Guddee
Bugsier 5
© Arne Luetkenhorst
Skipið var byggt hjá Asl Marine Holdings Singapore sem Bugsier 5 Fáninn var þýskur Það mældist: 456.0 ts, 145.0 dwt. Loa: 28.30. m, brd: 12.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
Bugsier 5© Arne Luetkenhorst
Bugsier 10
© Arne Luetkenhorst
Skipið var byggt hjá Gemsan í Tuzla Tyrklandi 2006 sem Bugsier 10 Fáninn var þýskur Það mældist:
485.0 ts, 187.0 dwt. Loa: 32.00. m, brd: 12.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og það veifar sama fána
© Arne Luetkenhorst
27.04.2012 22:40
Jötunn í togi
Jötuninn Gerd Maersk
Fyrra dráttarskipið Castelo de Obidos
© Phil English
Seinna dráttarskipið Rotterdam
© Marcel & Ruud Coster
Gerd Maersk
© Hannes van Rijn
Gerd Maersk var byggt hjá
Odense Staalskibs í Lindö Danmörk 2006 Fáninn var danskur Það mældist: 97933.0 ts, 115700.0 dwt. Loa: 367.00. m, brd: 42.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessum eina nafni,undir sama fána fána
© Hannes van Rijn
Castelo de Obidos
© Angel Godar
Skipið
var byggt hjá Guangdong Hope Yue í Dongguan Kína sem Total Commitment
Fáninn var Singapore ( í einn mánuð) Það mældist: 1080.0 ts, 800.0 dwt.
Loa: 50.00. m, brd: 13.90. m Skipið fékk fljótlega nafnið Castelo de
Obidos Nafn sem það ber í dag undir portúgölskum fána
Rotterdam
![]()
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá De Merwede S&M í Hardinxveld Hollandi 1975 sem SMIT ROTTERDAM Fáninn hollenskur Það
mældist: 2273.0 ts, 2687.0 dwt. Loa:
74.80. m, brd: 15.80. m Skipið hefur gengið undir
þessum nöfnum: 1998 SMITWIJS ROTTERDAM. 2007 ROTTERDAM Nafn sem það ber í dag undir sama fána
© Marcel & Ruud Coster
27.04.2012 18:45
Skemmtilegur félagi fallinn frá
Ásgeir Þór Davíðsson
Geiri eins og hann var kallaður í daglegu tali var einn sá alskemmtilegasti maður sem ég var með til sjós. Leiðir okkar lágu saman á m/s Stuðlafossi fyrir ca 35 árum síðan. Hann leysti þá þar af sem matsveinn. Og sama sagan þar, einn af þeim bestu matsveinum sem ég hef siglt með. Við héldu kunningsskapnum við og höfðum samband endrum og eins. Ásgeir Þór Davíðsson var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag.
Það má segja að þeir urðu eiginlega samferða burt Ásgeir Þór og gamla varðskipið Þór. Eiginlega alnafnar og sennilega gamlir félagar ef svo mætti að orði komast. Brottför skipsins fagnað af mörgum, en mannsins syrgð af öllum af þeim sem þekktu til þeirra beggja
Þór

Svona segir DV frá athöfninni
"Yfir fjögur hundruð manns voru viðstaddir þegar Ásgeir Þór var jarðsunginn af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Á meðal þeirra sem heiðruðu minningu Ásgeirs voru Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, Garðar B. Gunnlaugsson knattspyrnukappi, bræðurnir Illugi og Hrafn Jökulssynir,
Skipið okkar Geira Stuðlafoss
Athöfnin var látlaus og falleg þar sem kór söng meðal annars sálmana Drottinn er minn hirðir og Í bljúgri bæn. Þá flutti Hjördís Hjaltested lagið Stand by Your Man sem söngkonan Tammy Wynette flutti um árið. Hjördís flutti einnig lagið My Heart Will go On sem kanadíska söngkonan Céline Dion gerði ódauðlegt í kvikmyndinni Titanic." Og mig langar að taka orð Braga Kristjónssonar mér í munn er hann skrifar í minningargrein í Morgunblaðinu um Geira í dag:"tek hatt minn ofan í virðingu við hinn látna veitingamann, sem átti sannarlega margar góðar hliðar í því görótta lífi, sem hann lifði í rökkurheimum lífsins"
26.04.2012 13:05
Phoenix J og Celina
Dráttarbáturinn Neptun
Skipið var byggt hjá Hollming í Rauma sem HEIMO SAARINEN Fáninn var Finnskur Það mældist: 324.0 ts, 86.dwt Loa: 32.00. m, brd: 10.00. m Skipið fékk nafnið Neptun 1989 Nafn sem það ber í dag undir finnskum fána
Dráttarbáturinn Apollon
© folke östermen
Skipið var byggt hjá Hollming í Raumo sem AULIS Fáninn var finnskur Það mældist: 314.0 ts, 75.0 dwt. Loa: 30.00. m, brd: 10.00. m Skipið fékk nafnið Apollon 2011 Nafn sem það ber í dag undir finnskum fána
"Haveristen" á strandstað
Smedegaarden A/S i Esbjerg hefur keypt þýska gámaskipið Celina til niðurrifs. Skipið var dregið til Esbjerg af dráttarbátnum Bamse Tug Celina strandaði í byrjun mars 2012 i nálægt Vagsøy i Nordfjord, Noregi.
Dráttarbáturinn Bamse
Bamse var byggður hjá Skaalurens í Rosendal, Noregi 1985 sem Bamse Fáninn var norskur. Það mældist: 370.0 ts, 200.0 dwt. Loa:35.00. m, brd: 10.00. m Skipið fékk nafnið Bamse Tug 2004 Nafn sem það ber í dag nú undir dönskum fána
"Haveristen" á strandstað
Skipið stóð fast á grunni en náðist út og var dreginn inn til Raudeberg. Þar kom í ljós það miklar skemmdir að ekki borgaði sig að gera við það. Það var því selt fyrrgreind félagi til niðurrifa
25.04.2012 18:24
Molo Sun
Hér sem BUTJADINGEN
Hér sem Molo Sun
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
Hér í Eyjum í gær
© óli ragg
© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
24.04.2012 17:56
Árekstur
Það er nú ekki spennandi að fá svona dreka á sig. KWK Esteem.
Skipið var byggt hjá Samho H.I. í Samho, Kóreu 2000 sem KWK Esteem Fáninn var Singapore Það mældist: 56943.0 ts, : 105342.0 dwt. Loa: 244.10. m, brd: 42.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni Og fáninn er sá sami
KWK Esteem.
© Mick Prendergast
© Hajo Schaefer
Hér er sá "slasaði" Lok Pratap
© Henk Guudee
Skipið var byggt hjá Hindustan í Visakhapatnam, Indlandi 1993 sem Lok Pratap Fáninn var Indverskur Það mældist: 16834.0 ts, 26718.0 dwt. Loa: 184.60. m, brd: 23.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn hefur verið sá sami
Lok Pratap
© Henk Guudee
© Henk Guudee
22.04.2012 22:57
Ósamkomulag
22.04.2012 18:11
Bilað
21.04.2012 19:32
89 ár
Esja I
Skipið var byggt hjá KjØbenhavns
Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1923 fyrir Íslensku
landsstjórnina sem Esja Það mældist: 728.0 ts, 415.0 dwt. Loa: 53.60. m
, brd: 9.20. m Skipið var selt til Chile 1938. Og fékk þá nafnið
TENGLO. Það strandaði 28 - 11 - 1955 á 41°.29´14 S 072°.57´.53 V og var þar til
© ókunnur
20.04.2012 18:06
Urriðafoss
Hér sem Merc Europe
Hér sem Urriðafoss
© ókunnur
© ókunnur
19.04.2012 17:21
Mærsk Mc-Kinney Møllers
Arnold Mærsk Mc-Kinney Mølle á yngri árum
Og hann hefði sjálfur orðið að finna þessa vinnu hjá Hansen) Eftir það fækk hann svo vinnu hjá A.P. Møller útgerðinni .Frá april til september 1934 sinnti hann herþjónustu í 1. Regiment. Frá den 22. október 1934 til 31. december 1935 var hann að störfum í þáverandi aðalstöðvum útgerðarinnar Kongens Nytorv 8, og frá janúar 1936 til september 1938 að störfum hjá et Hogarth & Sons skipamiðlara i London og Glasgow, Lazard Brothers & Co. bankanum i London og L. Martin Cie. i Paris. 1938 varð Møller prófkúruhafi í A.P. Møller, og þ 30. oktober 1939 tók hann sæti í stjórni Aktieselskabet Dampskibsselskabet Svendborg. Þ 22. maí 1940 giftist Mærsk Mc-Kinney Møller Emmu Marie Neergaard Rasmussen í Tårbækkirkju
Aldurinn færist yfir
Þau höfðu kynnst á menntaskólaárunum Þau eignuðust þrjár dætur: Leise Mærsk Mc-Kinney Møller (f. 1941), Kirsten Mærsk Mc-Kinney Olufsen (f. 1944) og Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla (f. 1948). .Þegar þjóðverjar hernámu Danmörk komust Möllerhjónun til New York. En þaðan stýrði hann þeim hluta flota fyrirtækisins sem slapp undan krumlum hernámsliðsins. En ekki tókst honum að semja við stjórnina í Washington um nýtingu skipana en stjórnin tók mikið af þeim eignarnámi vegna stríðasins.
Meir
Mærsk Mc-Kinney fór þá líka að huga að framtíð útgerð fjölskyldunnar. Hann er sagðu hafa þá þegar gert sér ljóst að framtíðin væri í stykkjavöru flutningum og þá í sérstökum kössum. Hann seldi hluta af tankskipaflota útgerðinnar. 1947 kom han tilbaka til Danmerkur og tók yfir þann hluta útgerðarinnar sem þá hafði fengið nafnið Maersk Line, og byrjaði að skipulegga áætlunar siglingar um heiminn og setja á stofn umboðsskrifstofur víða um heim.
Og meir Þetta mun vera ein síðasta myndin af Mærsk Mc-Kinney
Norðursjávarolíu æfintýri Mærsk Group er saga út af fyrir sig Og til að gera langa sögu stutta þá er Mærsk Line eitt al stærsta gámaflutninga fyrirtækjum heims í dag. Ekki var uppgangur tengdasons hans mikill hjá fyrirtækjum hans. Ég las einhverntíma haft eftir honum að menn giftu sig ekki inn í Mærst heldur ynnu sig þar upp
Höfuðstöðvar Mærks í Kaupmannahöfn
En yngsta dóttirin Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla hefur síðustu ár verið hægri hönd föður síns. En hann mun hafa setið síðasta sjórnarfund nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Enginn getur með fullri vissu sagt hve mikil auðæfi þessi maður lætur eftir sig.En hann hefur stofnað og stýrt ýmsum sjóðum til styrktar fjölskyldu sinni, góðgerðarsamtökum og því opinbera.
Mette Maersk nokkra ára skip Mærsk sem Davíð Guðmundsson skipstjóri tók við nýju
Hann lét skipulegjja og byggja svæðið fyrir neðan Amelíuborg Og tónlistahöllina á Hólminum.Hér er stiklað á mjög stóru. Enda er ég enginn sagnfræðingur og enganveginn maður til að skrifa ítarlegar um þenna dana sem allatíð var dáður af sínu samferðar fólki
Annars bloggaði ég um Mærsk 2009 á Moggablogginu og hér er það blog ef einhver nennir að kíkja á það
http://solir.blog.is/blog/solir/day/2009/4/14/
19.04.2012 14:52
Phoenix J
Strandstaðurinn
Skipið á strandstað
Hér við eðlilegar aðstæður
Skipið var byggt hjá Jiangdong í Wuhu, Kína 2010, sem PHOENIX J Fáninn var Antigua and Barbuda. Það mældist: 10585.0 ts, 13000.0 dwt. Loa: 151.72. m, brd: 23.40. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessum eina nafni undir sama fána
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
Dráttarbáturinn Tursas
© Folke Österman
Skipið var byggt hjá Rauma-Repola í Rauma Finnlandi sem TURSAS Fáninn var finnskur Það mældist: 600.0 ts, 730.0 dwt. Loa: 49.00. m, brd: 10.40. m Skipið mun hafa verið endurbyggt 2005 og mældist eftir það 61.59 m. Það hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni
© Folke Österman
© Folke Österman
